UM okkur

Framtíðin er ljósbjört

Kapalvæðing ehf var stofnað árið 1994.  Allt frá árinu 2004 hefur fyrirtækið unnið að ljósleiðarvæðingu Reykjanesbæjar.  Kapalvæðing hefur að markmiði að veita gæðaþjónustu á hagkvæmu verði.  Við erum stolt af því að geta boðið betri verð, meiri myndgæði og nethraða en samkeppnisaðilar okkar.

 

Nú starfa þrír starfsmenn við daglegan rekstur fyrirtækisins.  Gunnar E. Geirsson, framkvæmdastjóri, Erlingur Bjarnason, skrifstofa og sala og Elías Jóhannsson í tækniaðstoð.  Auk þess starfa fjölmargir undirverktakar hjá fyrirtækinu í lagnavinnu og tengingum. Ljósleiðaravæðing bæjarfélagsins gengur vel og er Kapalvæðing þar í fararbroddi.  Við sjáum þúsundum viðskiptavina fyrir háskerpu sjónvarps tengingum og háhraða interneti. Einnig sjáum við ýmsum fyrirtækjum fyrir ljósleiðaratengingum. M.a. eru nokkrir skólar og stofnanir Reykjanesbæjar samtengdar á ljósleiðaraneti okkar. Tugir kílómetra af ljósleiðara strengjum hafa verið lagðir í Reykjanesbæ af Kapalvæðingu.

 

Framtíðin er ljósbjört, við erum að efla dreifikerfið, viðskiptavinum fjölgar og við þjónum sífellt fjölbreyttari þörfum. Við hlökkum til að fá þig í hóp ánægðra viðskiptavina.

location_on

Kapalvæðing, Hafnargötu 21,

260 Reykjanesbær

phone email