SKILMÁLAR KAPALVÆÐINGAR

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir alla þá þjónustu sem Kapalvæðing veitir. Kapalvæðing áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustum. Allar breytingar verða kynntar á vefsíðu Kapalvæðingar www.kv.is með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær breytingar taka gildi.

Áskrifendum Kapalvæðingar er skylt að fara vel með allan búnað í eigu Kapalvæðingar sem þeir hafa til afnota, og eru þeir bótaskyldir á öllu því sem aflaga fer og stafar ekki af eðilegu sliti, svo og öllu því er glatast úr þeirra vörslu í þessum efnum.

GREIÐSLUSKILMÁLAR:

Gjald fyrir áskrift skv. gjaldskrá Kapalvæðingar eru aðgengileg á heimasíðu okkar.

Allar breytingar á gjaldskrám sem fela í sér hækkanir umfram verðlagsþróun mun Kapalvæðing tilkynna áskrifendum með minnst eins mánaðar fyrirvara og getur áskrifandi þá sagt upp áskrift með 30 daga fyrirvara.

Áskrifandi skal greiða fyrir útskrift greiðsluseðla, (Gíró eða banka innheimtu) skv. gjaldskrá Kapalvæðingar nema hann óski að reikningur sé skuldfærður beint á greiðslukort og þá er enginn greiðsluseðill gefinn út.

Áskrifandi ber fulla ábyrgð á greiðslum til Kapalvæðingar vegna áskriftar á kapalsjónvarpi eða og búnaði. Ef áskrifandi glatar leigu búnaði ber honum að tilkynna Kapalvæðingu strax um það.

Áskriftartímabil fyrir kapalinn er frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Reikningar eru sendir út fyrir lok hvers mánaðar og er eindagi yfirleitt 10. dags hvers mánaðar.

Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir áskrifandi dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags. Kapalvæðing er heimilt að loka á áskrifanda þegar liðnir eru 30 dagar frá gjalddaga skuldar án þess að hún hafi verið greidd nema um annað sé samið. Opnunargjald er kr. 3.000. Ef áskrifandi skiptir um heimilisfang þarf að kalla til mann til að breyta tengingu á milli heimilisfanga, fluttningsgjald er kr. 2.500.

Ef áskrifandi hefur athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar og eigi síðar en á eindaga. Að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.

ÞJÓNUSTUGJÖLD:

Seðilgjald (Gíró) 260 kr.Útskriftargjald (Í heimabanka) 180 kr.Vinna við tengingu lagnakerfa 6.500 kr.Önnur viðhaldsverkefni innanhús 4.990 kr.Stillingar á sjónvarpi 3.500kr.

Uppsetning og tenging á router og myndlyklum/sjóvarp 4.500 kr.

Ef bilunin reynist vera vegna búnaðar Kapalvæðingar þá tekur Kapalvæðing á sig kostnað við útkallið.

UPPSÖGN ÁSKRIFTAR:

Áskrifandi getur sagt upp áskrift með minnst eins mánaðar fyrirvara, nema þar sem sérákvæði gilda, skal uppsögnin vera annað hvort í síma eða með tölvupóst á kv@kv.is. Uppsögn miðast við upphaf nýs reikningstímabils, þann 1. hvers mánaðar.

Við uppsögn á samningi ber áskrifanda að skila án tafar búnaði í eigu Kapalvæðingar.

Ef áskrifandi getur ekki af einhverjum orsökum skilað búnaði er Kapalvæðing heimilt að rukka áskrifanda um upphæð sem nemur verðmæti búnaðarins á þeim tíma sem hann var afhentur áskrifanda. Kapalvæðing er heimilt bjóða upp á samninga þar sem áskrifandi skuldbindur sig í allt að 12 mánuði.

Ef áskrifandi segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Kapalvæðing sér rétt til að krefja áskrifanda um þau mánaðaráskrift sem ógreidd eru af samningstímanum.

NIÐURHAL:

Kapalvæðing býður viðskiptavinum ótakmarkað niðurhal. Ótakmarkað niðurhal miðar við venjulega netnotkun á heimili. Meðalheimili notar um 300 gb. á mánuði. Við miðum því við mun meira niðurhal þegar við tölum um ótakmarkað eða 500 gb. Allt umfram 500 gb. í niðurhali telst til stórnotkunar og er rukkað skv. verðlista.