Við tengjum þig við enska boltann!

Nú er enski boltinn að detta inn hjá okkur á kapalinn á rás # 10 og 11. Með góðri samvinnu við Sjónvarp Símans getum við nú boðið enska boltann. Viðskiptavinir okkar þurfa alltaf að kaupa áskrift hjá sjónvarpi Símans. En við sjáum um útsendinguna frá og með haustmánuðum. Til þess að ná enska boltanum á rásum Kapalvæðingar þurfa viðskiptavinir okkar að hringja í þjónustuver Símans 8007000 og panta áskrift hjá þeim. Við tengjum þig svo við enska boltann um hæl. Við vonum að þessi nýbreytni falli vel í kramið hjá velunnurum knattspyrnu í Reykjanesbæ.

Sett inn þann:
14/9/2019
í
flokknum
Sjónvarpsefni