Erum að tengja á Móavöllum

Kapalvæðing er nú á fullu að setja upp háhraða tengingar í nýja fjölbýlishúsið við Móavelli.  Það sem er svo sérstakt við þetta hús er að það kemur tilbúið til uppsetningar í einingum framleiddum í Noregi.  Eignin er forsmíðað norskt einingahús. 

Við ætlum að setja ljósleiðarahraða í allar íbúðirnar en hver og einn verður að hafa samband við okkur til að geta fengið samband og háhraða tengingu og þá geta valið frá100Mb. á sekúndu upp í allt að 500Mb.

Öllum pökkunum fylgja 15 sjónvarpsstöðvar en svo geta menn bætt við allt upp í 140 stöðvar ef menn vilja meiri afþreyingu.

Spennandi tímar hjá Kapalvæðingu, en við ætlum einnig að bjóða upp á alveg nýja tækni í Reykjanesbæ innan skamms, segjum frá því síðar ;)  Vorum líka að taka í notkun splunkunýja ljósleiðara beina (routera) ásamt nýjum Technicolor WIFI beina fyrir kapalinn.  Allt er þetta til að bæta þjónustu okkar við viðskiptavini.

Pakkarnir okkar:
  • KNET 101 - allt að 101 mb/sek.
  • KNET 202 - allt að 202 mb/sek.
  • KNET 303 - allt að 303 mb/sek.
  • KNET 505 - allt að 505 mb/sek.
  • KNET GÍG - allt að 1000 mb/sek.
Sett inn þann:
6/8/2018
í
flokknum
Ný hverfi