Gleðilegt nýtt ár!
Við þökkum þér kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Ánægja þín er okkur mikils virði og við þiggjum allar ábendingar um það sem betur má fara á nýju ári.
Við viljum upplýsa þig um að um áramótin verða smávægilegar breytingar á gjaldskrá sem koma fyrst fram á reikningum í febrúar.
- Ljósleiðaratengingar hækka um 500 kr.
- Línugjald hækkar einnig um 500 kr.
- Verð á sjónvarpsþjónustu helst óbreytt.
Á nýju ári munum við kynna ýmsar nýjungar samhliða nýju nafni, svo sem öflugri netbúnað og ýmsa pakkaafslætti fyrir viðskiptavini okkar sem eru með fleiri en eina þjónustu hjá okkur. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá frekari upplýsingar, ekki hika við að hafa samband. Við erum hér til að aðstoða þig.
Með bestu kveðju,Starfsfólk Kapalvæðingar