Kapalvæðing ehf var stofnað árið 1994. Allt frá árinu 2004 hefur fyrirtækið unnið að ljósleiðarvæðingu Reykjanesbæjar. Kapalvæðing hefur að markmiði að veita gæðaþjónustu á hagkvæmu verði. Við erum stolt af því að geta boðið betri verð, meiri myndgæði og nethraða en samkeppnisaðilar okkar.
Við vitum að netþjónusta þarf að vera í lagi. Kapalvæðing hefur frá upphafi fylgst með nýjungum í tæknigeiranum náð að halda í við kröfur viðskiptavinanna. Nú er svo komið að við bjóðum að lágmarki 500 mb/sek allstaðar í Reykjanesbæ þar sem við höfum lagt okkar kapla. Á mörgum stöðum í bænum bjóðum við mun meiri hraða en samkeppnisaðilar okkar hafa yfir að ráða. Það er ekki sjálfgefið að við búum við samkeppni en hún er að sjálfsögðu nauðsynleg. Þannig höldum við verði í skefjum og þjónustuaðilum á tánum. Framtíðarsýnin er björt. Það er enginn ljósleiði í okkur, við erum kapalglöð. Markmiðið er að gera góða vöru enn betri og halda þjónustunni í heimabyggð.